Hér forðum daga átti ég NES tölvu, og spilaði mikið, en síðan hætti maður, hún fór að safna ryki og eyðilagðist, allir leikirnir (nema Mario Bros/Duck Hunt sem gleymdist í drivinu) eru týndir.

Mig vantar einfaldlega nafn á einum leik sem ég átti, ég man nú ekki mikið eftir honum en ég skal gera mitt besta að lýsa þessu. Eina sem ég man úr leiknum er að maður sá ofan á landið, svona svipað og í Adventure Island leikjunum (þetta er samt ekki hann/þeir), þetta voru einhverjar eyjar og maður gat fært kallin, hvort maður fór síðan inn í einhversskonar 2D platform borð man ég ekki, ég man ekki einu sinni út á hvað hann gekk, er bara með þetta eina skjáskot í heilanum. En ég hef nú samt grun að þetta sé einhversskonar ævintýraleikur eða “action” eins og það heitir á ensku, kannski eitthvað RPG ég veit það ekki.

Endilega komið með allar þær ágiskanir ykkur dettur í hug, síðan gúgla ég þetta bara.