Ég var að fá mér Wii, hún er auðvitað frábær.
Það er einn galli á þessu hjá mér. Ég kemst svo sjaldan inn á þessar stöðvar sem notast við netið. Ég hef bara tvisvar komist inn í búðina til að kaupa leiki. Aldrei komist inn á fréttastöðina og bara einu sinni inn á veðurstöðina.
Ekkert er að nettengingunni hjá mér, því ég get alltaf farið og skoðað heimasíður með Opera browsernum.
Ég er með landið stillt á Bretland en því miður kemur alltaf server busy þegar ég er að reyna að nota þessa fídusa!
Vitið þið um eitthvað ráð?