hvað gerir Linux fyrir ps3 ?
ég veit ekki mikið um linux en ég á tölvu sem notar linux og ég er með linux á xboxinu mínu svo ég get kanski aðeins útskýrt..
Linux gerir eiginlega ekkert fyrir ps3 tölvuna þína, linux er stýrikerfi, eins og windows eða mac os… Ef þú setur linux inná tölvuna þá geturu notað hana eins og pc tölvu, t.d farið á netið, og þannig drasl.
En mig langar að fá að vita eitt frá ykkur ps3 nördum, ég næ að emulatea windows 98 á xboxinu mínu gegnum linux með forriti sem heitir qemu. Er einhver búinn að prófa þetta með ps3?