Svo langar mig að leiðrétta þá sem halda alltaf fram að Xbox360 sé “betri” og einnig “betri kaup” (sem sagt ódýrari).
“Betri”: Playstation er ekki búin að vera eins lengi á markaðnum og eru leikir á báðar tölvur að koma eins út (hef prófað). PS3 býður upp á mun betri grafík og mun hún skila sér með tímanum (ekki hjá Xbox). Helstu leikir verða hinir sömu fyrir utan nokkara einkatitla (velur hver fyrir sig, spennandi titlar hvoru megin). Þetta er það sem skiptir máli er er verið að hugsa um next-gen leikjavél.
Ef það er verið að hugsa um mediacenter þá aftur eru tengimöguleikar PS3 mun fleirri og áreiðanlegri (hef prófað bæði). Xbox sem almennilegat mediacenter fellur með Vista (miðað við það sem Microsoft er að leggja fram).
Blu-Ray Vs. HD-DVD er að mínu mati ráðir þó að þeir munu keyra þetta að mestu leiti hliðstætt. Og já Blu-Ray vann, rök;
http://www.engadget.com/2005/09/19/blu-ray-vs-hd-dvd-state-of-the-s-union-s-division/
“Betri kostur”: Margir vilja meina að Xbox sé ódýrari en það er bölvuð þvæla. Verðið að skoða heildarmyndina, Xbox360 Premium er á 45þús kall en þá á eftir að kaupa HD-Drifið (Blu-kemur með PS3) sem kostar 25þús kall og einnig WiFi sendinn (sem er innbyggður í PS3) sem kostar 9þús kall.
P.S. Þeir sem þekkja mig vita að ég veit hvað ég er að fara, ég er Nintendo fan-boy, á gömlu Xbox og mun kaupa mér Xbox360 þegar Halo3 kemur.
Eitt að lokum, PS3 er við það hljóðlaus annað en Xbox360 þokulúðurinn. PS3 hitnar ekki eins mikið og ekki eins viðkvæm.
Gæti gert þetta endalaust enda PS3 helvíti fínn gripur. Vinsamlegast vandið svör og ykkur verður svarað.
Wiiva la Revolution
“They say that dreams are only real as long as they last. Couldn't you say the same thing about life?”