Hrm, ertu alveg viss?
Það getur nefnilega alveg verið að FF leikir framtíðarinnar komi á Xbox 360 líka, og það eru nokkrir hlutir sem styðja það…
a) White Engine, sem FFXIII er gerður með, er víst open platform… m.ö.o. þá ætti að vera tæknilega séð hægt að porta leiki á milli platforms.
b) Square-Enix hafa licensað Unreal Engine 3 sem er mjög flexible open platform vél… það er bæði ódýrara og jafnframt auðveldara að porta leiki á milli platforms en með White Engine.
Ég held að með 10 milljónir Xbox 360 véla í umferð þá er mjög hættulegt fyrir leikjaframleiðendur að porta ekki leikina sína á aðrar vélar því þeir eru að missa af stórum bita af kökunni, sérstaklega á vesturlöndum, og þar með eru þeir að kasta peningum sem þeir hefðu getað grætt á glæ.