já eiginlega…vegna þess að flestir leikir á þínum lista eru nýjir, og flestir eiga eftir að sanna sig….Alan Wake er örugglega snilld, en það var talað um að Sonic the hedgehog yrði snilld sömuleiðis superman, en boy were the wrong, gears of war sem ég á og fíla er góður en rosalega ofmetinn,mjög einhæfur, gerir það sama allann leikinn, fá vopn, og ef hann væri ekki með þessa grafík þá fengin hann ekki nærri því jafn góða dóma. Pælið í því, hefði hann komið út í x-box eða ps2 þá væra hann bara einn af leikjunum og´fólk hefði eflaust bent á gallana frekar en að missa vatnið yfir honum.
Ég prófaði síðan Forza núna um daginn, ágætis leikur en ekkert til að hrópa húrra fyrir, flottur margt hægt að gera en stýringin ekki nógu góð og þetta ´mun aldrei slá út Gran Turismo.
En eins og ég segi, þá lofar leikjarúrvalið hjá báðum tölvum góðu, og þótt 360 muni hafa fleiri betri leiki þá er ég alveg sáttur því ég á 360 og a.m.k. 10 leiki, og þá mun ég bara kaupa fleiri leiki í hana heldur en í ps3. En bara í ljósi þess hvað ps3 rúllaði yfir miklu öflugri x-box á sínum tíma þá bara býst ég við að ps3 vinni stríðið. En ég er neytandi og sama hvað talva kemur út, ef hún er geggjuð og heillar man meira en hinar þá á maður bara fá sér hana og vera ekkert að spá hvort hún sé frá sony eða microsoft.