Ég er ekki sáttur vegna þess að PAL útgáfurnar af öllum Virtual Console leikjunum eru hægari og með svörtum borðum þannig að það nýtist ekki nærri því allur skjárinn. Plús það að það er ekki ennþá hægt að fá Zelda: A Link to the Past þótt það hafi verið hægt í Bandaríkjunum og Japan í margar vikur.
Af þessari ástæðu þá er ég hættur að kaupa PAL leiki og ætla frekar að reyna að útvega mér NTSC Wii tölvu. Nintendo of Europe mega hoppa upp í rassgatið á sér.
Bætt við 11. mars 2007 - 14:32
Já, ég veit að allir PAL leikir sem koma út í dag eru ekkert síðri NTSC, málið er bara Virtual Consóllinn. Við áttum að vera komin yfir þetta skeið þar sem PAL leikir voru aðeins skuggi af NTSC útgáfunum, en neeeei.