lykilatriði mundi ég segja að væru:
upplausn - best væri að vera með upplausn sem er nálægust 720p (1280*720) þar sem það er native upplausnin úr xbox 360.
Tengi: VGA er klárlega málið fyrir Xbox 360.(þarft sérstakan Xbox 360 VGA kapal)
Response tími: Hardcore gaurar láta ekki bjóða sér eitthvað með meira en 4ms (millisek.) en sumir taka ekki einu sinni eftir því þó að þeir séu með 16ms. Fyrst þú ert aðalega að fara að nota þetta í leiki mundi ég ekki fá mér sjónvarp með meira en 8ms.
Stærð skiptir náttúrlega líka máli en það fer bara eftir mönnum. Ég mundi aldrei vilja að spila á einhverju stærra en 40", finnst það bara óþægilegt.
Ef ég á að mæla með einhverju sérstöku sjónvarpi þá segji ég sony bravia. Þau eru klárlega málið í LCD sjónvörpum í dag. Verst er bara að þau seljast eins og heitar lummur og eru sjaldan til þegar manni langar í eitt svoleiðis. Gætir kíkt niður í elko en ég efa að þeir eigi eitt.
http://www.elko.is/item.php?idcat=18&idsubcategory=210&idItem=5102Þetta er reyndar allt vitlaust merkt hjá þeim, öll sony bravia hafa VGA,Component,HDMI,Digital tuner og allt draslið og þau eru líka til svört ef mér skjátlast ekki. Gangi þér allavega vel að finna sjónvarp :P