Ég hef verið að lesa mér til um Project Ego og þetta er án efa einn af þeim leikjum sem er must að spila fyrir hvern þann sem að hefur gaman af tölvuleikjum. Undirstaðan er svipuð og í RPG leik en þetta er þó einstakur leikur.
Dæmi um einstakleika leiksins:
Þegar maður byrjar að spila persónuna þá er hún um 15 ára. Hægt er að ráða hvort hún er maður eða kona. Eftir því sem þú spilar leikinn meira verður persónan eldri. Og ekki bara það, heldur sést það á henni! T.d. fá karlmenn skegg, og ef spilandanum finnst það vera orðið of langt, þá er einfaldlega hægt að raka það af. Sama með hár, þú getur ráðið hvernig þú rakar af þér hárið. T.d. geturðu látið taka svolítið af enda hársins, þú getur snoðað þið, nú, eða bara rakað það allt af. Eftir því sem að persónan eldist þá fer hún að fá hrukkur. Ef þú skerð þig óvart, t.d. á handleggnum, þá grær sárið og þú færð ör í staðinn!
Þetta er aðeins dæmi um þann frumleika sem framleiðendur leiksins ætla að hafa í leiknum.
Þið getið skoðað preview um hann á xbox.ign.com <a href="http://xbox.ign.com/previews/16526.html“>hér</a>.<br><br>Villi
————————
<i>”Ég á mér líf, það er bara öðruvísi en líf annarra.“</i>
<i>”Félag Íslenskra Þjóðernissinna = ROFL!"</i>
- Vilhelm