Ef þú ert mjög hrifinn af leikjunum frá Nintendo (sem verða fjölmargir eftir því sem fram líður) þá er Wii nokkuð örugg vél. Wii er reyndar svo ólík PS3 og X360 að margir leikir verða oft hannaðir öðruvísi fyrir hana, þó verður líka fullt af exclusive leikjum.
Ef þú ert meira fyrir það sem þú hefur hingað til séð á PS2 eða Xbox, þá er X360 hiklaust góður kostur. Ódýrari en PS3, fleiri leikir til sem hægt er að fá notaða, meira úrval af leikjum, mjög flott netspilunarþjónusta, o.s.frv.
Bara prófa þetta allt saman og sjá svo hvað þér líkar. BT og Elko eru reyndar oft með slökkt á Xbox 360 vélunum sínum því þeir eru kjánar, en það nægir að væla í starfsfólki til að láta kveikja á þeim og stinga einhverjum leik í.