Airblade
Airblade, er svona framtíðar bretta leikur nema hvað maður er á svifbrettum í stað hjóla.Airblade er einn af þeim leikjum sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu og sumir seigja að hann geti jafnvél toppað thps3 sem reyndar gæti verið dálítið erfitt vegna þeirra dóma sem thps3 er búinn að fá hann gæti samt farið dáltið langt í átina með það og kanski enhverjum finnist hann betri, en hvað um það, í gær fór ég í hið margblessaða smára bíó og þar eru 5 ps2 tölvur sem hægt er að spila leiki í áður en myndin byrjar og í hléum og þar var Airblade í einn vélinni, örugglega bara demo en samt nóg til að sjá svona nokkurn veginn hvernig leikurinn gengur fyrir sig, en því miður var lítill tími og mikil röð þannig að ég fékk ekki að prófa hann sjálfur en ég sá nokkra aðra spila hann. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu smooth hann var (ég held að hann gangi á 60 fps) og það virtist vera nokkuð auðvelt að stjórna brettinu og þar sem þetta var svif bretti var fór maður upp stiga og þess háttar án mikkilla erfiðleika og það voru í raun fáar hindranir, einnig gat maður gert allt þetta sem maður gerir í tony eins og að slida og þess háttar og einig gat maður hoppað alveg ágæta hæð og verið í þeirri hæð í smá stund. Síðan var graffíkin auðvtað geðveik, virtist vera betri en í tony en ég ætla ekki að dæma um það fyrr en ég hef prufað hann, Það versta var að það var ekkert hljóð þarna og þess vegna vantaði hálfa stemminguna en ég hef heyrt að það eigi að vera nokkuð gott.