Ég hef verið að fýla svona jet-ski leiki síðan að maður prófaði Wave Race fyrst. Mér fannst t.d mjög gaman að stökkva á raunverulegu öldunum og gera trikk í loftinu.

PS2 fær nú einn slíkan leik í stóra leikjasafnið sitt.Leikurinn var fyrst sýndur á E3 og hann á eftir að keppa við WaveRace Blue Storm á GCN og svo WaveRally sem kemur líka út á PS2. Í leiknum er hægt að spila 1 og 2 player.Í leiknum eru 18 borð sem eru full af styttri leiðum og stórum og flottum stökkpöllum sem eru 30 talsins. í leiknum eru nokkur mode, þar er að nefna Training, Career,Freeride og svo Countdown þar sem þú átt að safna blöðrum. Hægt er að gera trikk í leiknum og það finnst mér gott, því maður vill ekki hafa svona leik vera of raunverulegan. Leikurinn rennur á 30fps en það er vegna þess að í í leiknum eru einir flottustu vatns effectar sem sést hafa. Animation á karektunum verður líka mjög flott. Persónulega finnst mér hann jafn flottur og Wave Race Blue Storm. Leikurinn er gerður af Rainbow Studios og þessi leikur á án efa eftir að veita þeim gott mannorð. Þið ættuð nú bara að downloada einum af þessum myndböndum. Leikurinn kemur 2002.

Takk fyrir:


http://viewer.ign.com/media_page.jsp?width=512&height=384&media=http://ps2movies.ign.com/media/previews/video/splash/splashdown_7.mov&media_src=embed&media_type=P&object_id=16366&adtag=network%3Dign%26site%3Dps2viewer%26adchannel%3Dps2%26pagetype%3Darticle&ign_section=17&media_name=One+beautiful+sunset+scenario