Jæja…Hvaða leikir eru að gera bestu hlutina hjá ykkur?? Þar sem Leikja urvalið er frekar lítið einog staðan er í dag og eitt er víst að þeir eru ekki allir peninganna virði finnst mér að við verðum að standa saman og tala soldið um hvað er peninganna virði og hvað ekki. Endilega taliði aðeins um leikina ykkar hvernig spilunin er og hvort leikurinn sé góður.

Mitt álit á leikjunum sem ég á eru svona

Zelda: það er hægt að lýsa honum í einu orði “Snilld”
Rayman Raving Rabbits: Fínn leikur góður í góðravina hópi ef öl er haft um hönd.
Splinter Cell: Ekki að gera nógu góða hluti þar sem hann er gefinn ut á fleiri tölvur en Wii og er bara fiffaður svo að hægt sé að splia hann í með Wii mode.
Red Steel: Fínn leikur en multiplayer modið að skíta uppá bak.

Og svo eru nátturlega Wii sports og Wii Play að gera góða hluti.