Nú eru nokkrir eflaust búnir að fá sér Component kapla fyrir Wii, þar á meðal ég. Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir er að ef maður spilar leiki í Virtual Console-inu með þessum köplum, þá fær maður algjörlega brenglaða og ónýta mynd. Ég held að þetta séu bara leikirnir sem keyra í 50Hz vegna þess að kaplarnir styðja það ekki, eða eitthvað svoleiðis. Sumir leikir eins og t.d. Super Mario 64 virka mjög vel, en aðrir, til dæmis Super Mario Bros., eru algjörlega óspilanlegir.
Nú spur ég bara, erum við algjörlega fokkd? Það er ekkert hægt að laga þetta í software vegna þess að þetta er hardware vandamál. Verð ég þá að skipta yfir í gömlu RGB snúrurnar þegar mig langar að spila Super Mario Bros og Castlevania 4 og þessa leiki? Þetta auðvitað bara vegna þess að Nintendo gátu ekki drullast til að hafa 60Hz NTSC leikina í Virtual Console-inu. Eða það held ég allavega. Er einhver með meiri upplýsingar um þetta? (ég finn ekkert í Google).
Bætt við 12. janúar 2007 - 19:48
Eða er þetta kannski sjónvarpinu mínu að kenna?