Hvað finnst ykkur um það að fólk sé alltaf að metast og rífast um hver talvan sé betri? Tölvurnar sem ég er að tala um eru auðvitað PS3, X-Box 360 og svo Wii. \ eg hef séð marga þræði þar sem eru morðhótanir milli manna vegna þess að þessi segir að 360 sé betri en ps3 enn hinn segir öfugt. Fólk er byrjað að láta eins og þau hafi átt þátt í að búa hana til og láta eins og þau séu að verja sína vinnu og vöru. Að segja að Sony séu aumingjar og microsoft fífl er bara asnalegt, þótt að stundum sé eitthvað til í því. Ég hef alltaf verið mest fyrir Playstation, en ég fékk mér samt Dreamcast þegar hún kom út, flottari grafík í henni heldur en í PS1 og mörgum PS2 leikjum. Síðan fékk maður sér Ps2, PSP og þegar Sony frestaði síðan PS3, þegar ég var búinn að telja niður sekúndurnar síðan 2003 þá varð ég reiður, þegar ég las þá frétt þá dúndraði ég glasi sem ég hélt á í gólfið, svo reiður var ég, en reyndar var þetta bara grænt plastglas með vaxlitum í þannig glasið var í góðu lagi en ég þurfti að taka alla litina af gólfinu ;) En ég fékk mér bara X-Box 360 og sé ekkert eftir því, en ég ´fæ mér samt PS3 á sekúndunni sem hún kemur út, því pointið með þessu öllu er það að við verðum stundum að gefa öðrum vörum séns. Þeir sem eru að búa þetta til eru að gera það fyrir okkur…neytandann og þótt við höldum með Sony eða Nintendo þá megum við alveg njóta gæði X-Box 360 vegna þessi fyrirtæki verðlauna okkur ekkert fyrir skuldbindingu okkar á þeirra vöru.
Síðan eitt í lokinn. Þessar tölvur hafa alla sína kosti og galla. Wii, sem ég fæ mér á næsta ári hefur snilldar kosti með þessa motion control fjarstýringu.Skemmtileg spilun og óvanaleg, en er ekki einu sinni með DVD drif. X-Box 360 hefur frábæra grafík, getur spilað lög af harðadisknum þegar þú ert í leik, frábæra netþjónustu(sem ég hef reyndar ekki enn prófað)en hávaðinn í henni þegar þú ert að spila leik getur vakið kærustuna þegar hún sefur eins og steinn….believe me ;) Og svo PS3…mikið hefur verið talað um gallana, Blu ray drasl, talvan ógeðslega dýr(Reyndar ekki…PS1 kostaði um 20 þús þegar ég keypti hana, Dreamcast um 30 þús og Ps2 39990 þannig PS3 er ekkert dýr. Ps1 er 33mhz, PS2 er 294mhz, Dreamcast 200mhz og Ps3 8*3200mhz=25600 mhz). og síðan er kvartað um að leikirnir eru ekkert flottari en 360 leikirnir, verri ef eitthvað er, samt er tölvan töluvert öflugri en Wii og 360 til samans. Því að ég er aðalega PS? maður þá skal ég segja ykkur mína skýringu. 360 hefur verið á markaðinum í meira en ár og hefur þar af leiðandi haft meri tíma í að laga sína galla og meiri tíma í að vinna í leikjum, ég man þegar hún kom út þá heyrði maður um að hún fraus reglulega, rispaði og eyðilagði leiki o.s.fr.v. Síðan hefur fólk verið að segja að PS3 sé bara með verri grafík en 360 í flestum tilfellum, sem er reyndar satt. En PS3 er miklu flóknari tölva en 360 og framleiðendur leikja þurfa bara aðeins meiri´tíma til að kunna að nýta kraftinn. Þið vitið það eflaust að leikjarframleiðendur PS3 fengu sín Dev kits(PS3 tölvur til að búa til leiki) seint núna í sumar og hafa þannig bara haft nokkra mánuði í að búa til leiki og það tekur að meðaltali 2 til 3 ár að gera einn leik. Þannig nokkrir mánuðir að gera leik fyrir tölvu sem er miklu flóknari en menn eru vanir, og árangurinn bara svipaður og 360 er bara magnað. En munið síðan eitt. Hafið þið sé Pro Evo 1? Geggjaður þegar hann kom út en þegar ég fór í hann um daginn…oj.. grafíkin var ótrúlega slöpp, 5 ár síðan reyndar. en síðan þegar Pro Evo 3 kom út, þá var það leikur sem var grilljón sinnum flottari en 1 og grafíkin billjón sinnum betri. Bara tvö ár.Og þið hafið væntanlega séð Pro Evo 6,,,halló. Þannig þetta kemur með tímanum. PS2 með sín 294 mhz og les 20 milljón skilboð á sekúntu var bæði betri og vinsælari en X- boxið, samt var X-boxið 733mhz og las 300 milljónir skilaboð á sek.
Þannig ef hægari, minni og lélegri PS2 gat verið samt betri en stærri , kraftmeiri og hraðari X- box tölva, þá hlýtur að vera að miklu öflugri PS3 tölvan en 360 verður(með tímanum þá) töluvert betri en x-Box 360. Hlýtur að vera. Lélegri PS2 betri, betri PS3 miklu betri. Mín skoðun.
PS. Fáið ykkur bara það sem ykkur finnst best og ekki drulla yfir aðrar tölvur án þess að gefa þeim séns.