<img src="
Böggandi!!
Ég keypti mér Xbox 360 um daginn og planið var að kaupa tölvuna, auka fjarstýringu og Gears of War, en neinei auðvitað var hann ekki til (leitaði allsstaðar af honum), en þá mundi ég eftir Dead Rising, en neinei sama sagan þar svo ég endaði með að kaupa Ghost Recon Advanced Warfighter (sem er geðveikur btw. heví sáttur með hann), en hvað er málið? eru BT og Elko að skíta á sig í pöntunarmálum eða seljast þessir leikir á sömu sekúndu og þeir koma í hillurnar? búinn að hringja nokkrum sinnum og droppa við hjá þeim við og við en alltaf sama svarið “nei því miður hann var að seljast upp, næsta sending kemur eftir 2 daga” eða eitthvað álíka… langar í þessa leiki :'(