Sælt veri fólkið. Ég leitaði en samkvæmt öllu því sem ég las hér þá tel ég að allt sem ég tali um hér sé heimilt á hugi.is…

Ég fékk mér fyrir nokkrum mánuðum PS1 Emulator á tölvunna sem heitir Epsxe og er víst mjög góður. Ég reyni að venja mig á það hinsvegar að spila leiki í honum löglega eða semsagt að setja Playstation leiki í tölvudrifið og opna emulatorinn og spila þá þar. Það virkar víst pr

Bætt við 31. desember 2006 - 00:07
Hmm…ýtti óvart á Áfram takkann…OK carry on! :D
-ýðilega fyrir utan það að kannski smá böggar sem hægt er að laga með smá stillingu. En svo fékk ég mér forrit sem heitir MagicISO og notaði það til að breyta leikjunum mínum í ISO files svo ég gæti bara spilað leikina úr tölvunni svo ég þyrfti ekki að setja alltaf disk í. En þegar ég lýk því þá kemur bara svartur skjár þegar ég spila leikina…
Er bara að athuga hvort einhverjir sérfræðingar sjái þetta svo ég gæti spurt allar n00ba spurningarnar mínar loksins hehe…alltof mikið vesen að leita að forums á netinu :D