Metal Gear Solid: Portable Ops(eingöngu fyrir PSP) er kominn út í BNA og Japan og kemur til Evrópu á næsta ári(heimskur ég að kaupa PSP í júlí).
Leikurinn selst mjög vel og hefur fengið góða gagnrýni frá Gamespot, Gametrailers o.fl. Leikurinn er framhald af MGS3 sem að var forsaga og segir frá Big Boss, “föður” Solid Snake.

Leikurinn gerist 1970, sex árum eftir Operation Snake Eater. Naked Snake(kallast nú Big Boss) vaknar í fangaklefa í Kolumbíu þar sem að yfirherslumeistari FOX-deildarinnar, Lt. Cunningham, er að yfirheyra hann um Arf Heimspekinganna(The Philosophers' Legacy). Eftir að Cunningham fer hittir Snake ungann mann að nafni Roy Campbell sem var í sérsveit sem varsend þangað til að stöðva FOX, en þeir töpuðu og Campbell er sá eini á lífi. Saman tekst þeim að sleppa og Snake kemst að því að hann er í yfirgefinni kjarnorkuvopnastöð á afskektum skaga í Kólumbíu. Snake kemst að því að FOX-deildin kom af stað uppreisn og BNA grunar að Snake sé meðsekur. Til að sanna sakleysi sitt þarf Snake að stöðva FOX. Campbell og Snake sjá að þeir geta það ekki einir og þurfa að fá óvinahermenn á sitt band og stofna þar af leiðandi grunn FOXHOUND.

Ég bíð spenntur eftir þessum leik!