Metal Gear Solid 3: Subsistence kom út í lok októbers og það er tími til kominn að einhver fjalli um hann.
Ég ætla að fjalla aðeins um hann fyrir þá sem langar að vita hvernig hann er.
Leikurinn sem við Evrópumenn fáum er Limited Edition-útgáfan og er í þremur diskum
Diskur 1: Subsistence
Á þessum diski er Snake Eater-leikurinn með nýjum fítusi: nýtt myndavélasjónarhorn. Í gamla leiknum var myndvélin fyrir ofan mann en nú er myndavélin í þriðju persónu sem maður stjórnar með hægri pinnanum. Þessu nýi fítus er næstum þess virði að kaupa leikinn þótt maður eigi Snake Eater.
Svo er líka Demo Theatre þar sem maður getur skoðað öll myndböndin í leiknum(sem eru yfir 60 og þau lengstu ná í 20 mínútur).
Svo er hægt að niðurhala felulitamynstrum og líka tengimöguleikar fyrir Metal Gear Ac!d 2
Diskur 2: Persistence
Á þessum diski er allt bónusefnið.
Duel Mode: Hægt er að berjast við endakalla leiksins, einn í einu (ólíkt Boss Survival í MGS2:Substance).
Snake vs. Monkey: Ape Escape-minileikurin er kominn aftur en það eina nýja er myndavélin.
Secret Theatre: Í þessu er hægt að skoða nokkur skopstælingarmyndbönd af MGS3. Þannig að maður verður að vera búinn að spila leikinn til þess að skilja þetta.
Metal Gear: Þetta er upprunalegi MSX2-leikurinn frá 1987 sem var seinna fluttur yfir á NES og leiknum var hryllilega nauðgað. Hér er hægt að spila upprunalega leikinn eins og hann var 1987 með enskri þýðingu.
Metal Gear 2 - Solid Snake: Flestir hafa örugglega emulate-að Snake's Revenge og talið það rétta framhaldið en það er langt í frá. Hideo Kojima kom hvergi nálægt honum heldur bjó hann til þennan leik sem kom bara út á MSX2-tölvuna í Japan 1990. Þetta er frábær retro-leikur.
Metal Gear Online(MGO): Þetta er netspilun byggð á Snake Eater leiknum en er í rauninni prufa fyrir MGO2 sem verður í MGS4. Í þessum netleik geta allt að 8 spilað í 5 mismundandi missionum á 12 mismunandi svæðum byggð á MGS3. Þetta er mjög skemmtilegt en ekki fullkomið, það eru nokkrir gallar hér og þar en MGS-aðdáendur geta litið fram hjá því.
Diskur 3: Existence
Þessu diskur fylgdi aðeins Limited Edition í BNA en við fáum hann með. Á þessum disk hefur verið klippt saman myndböndin úr Snake Eater og gameplay-hluta til að gera 3½ tíma langa mynd. Svo er þulur sem segir stundum söguna. Þetta er ekki alveg það flott en þetta er býsna gott.
Svo er lík TGS 2005 trailerinn af MGS4.