Ps3
hvað á Ps3 umþaðbil eftir að kosta?
Vilhelm
Við skulum byrja á því að skoða verðið á Xbox 360, annars vegar í Bretlandi (279GBP) og hins vegar á Íslandi (43.995kr í Elko).
Fyrst tökum við breska verðið og færum það yfir í krónur samkvæmt núverandi gengi. Það verður 38.248 krónur. Því næst fjarlægjum við 17% virðisaukaskatt sem er lagður á lúxusvöru í Bretlandi og öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Það gerum við með því að deila 100 með 117, en útkoman verður ca. 0,8547008. Við margföldum þá tölu með 38.248 og fáum um það bil 32.690 krónur. Hér á landi er 10% tollgjald á öllum raftækjum. 1.1 sinnum 32.690 jafngildir 35.959 krónum. Svo leggst á það verð 24.5% virðisaukaskattur, sem verslunum er skylt að rukka inn. Við margföldum því 35.959 krónur með 1.245. Þá ættum við að fá verð sem er AFAR nálægt því verði sem er á Xbox 360 í dag… 44.769 krónur. Athugið að skekkjan kemur til vegna þess að a) heildsöluverð er aðeins lægra en söluverð, og b) álagning er mismunandi eftir löndum.
Við skulum taka þetta sama dæmi inn á PS3. Söluverð í Bretlandi er 425GBP fyrir 60GB pakkann, en það eru 58.263 krónur. Við gerum eins og síðast og fjarlægjum evrópska virðisaukaskattinn af vöruverðinu, sem lækkar það niður í 49.797 krónur. Þar erum við komnir ansi nálægt heildsöluverðinu. Leggjum ofan á það 10% toll á raftæki, 54.777 krónur. Að lokum leggjum við virðisaukaskatt, 24.5%, ofan á verðið. Lokaverð verður því í kringum 68.197 krónur.