Okei, ég hef ákveðið að selja Sega Saturn tölvuna mína. Meðfylgjandi er:
1x Sega Saturn tölva (PAL)
1x Sonic R leikur
1x Sega Saturn 1MB/4MB RAM Cartridge eins og þessi:
http://www.racketboy.com/store/ramcart.htm
1x stýripinni
1x snúra til að tengja í rafmagn
1x snúra til að tengja við sjónvarpið (SCART), það er smá sambandsleysi í þessari snúru þannig að það þarf kannski að fikta smá í henni þangað til það kemur góð mynd, en það er örugglega hægt að redda nýrri svona snúru (ég bara nenni því ekki). Það er samt allt í lagi með myndina þegar hún er komin og það tekur ekki langan tíma að laga hana til.
Tölvan virðist vera í fínu standi, hún er ekki mjög mikið notuð en ég tek nákvæmlega enga ábyrgð á henni.
Tölvan er modduð þannig að það er hægt að spila skrifaða leiki á henni og kannski importaða leiki líka (hef ekki prófað það).
Tilboð óskast, ég ætla bara að selja tölvuna ef ég fæ nógu gott tilboð. Mér þykir svolítið vænt um hana þótt ég noti hana ekki neitt. :D
Bætt við 25. desember 2006 - 20:03
Ég var að finna líka Tomb Raider (original diskur) fyrir Saturn, en það er bara stakur diskur, ekkert hulstur eða neitt svoleiðis. Sonic R kemur með hulstrinu en engum bæklingi.