Svona til dæmis:
http://www.eclectic-ware.com/Eclectic-ware/Hera/halogen_cabinet_lights/kits-color.JPGEn Halogen lýsing truflar aðeins ef birtan er beint fyrir aftan eða til hliðar við skjáinn. Í raun geta allir ljóspunktar sem gefa frá sér varma og/eða innrautt ljós truflað Wiimote. Málið er að “sensor bar” er í raun bara stika með innrauðum ljósdíóðum í sem gefa Wiimote fastan punkt til að miða við, Wiimote nemur þessa punkta og því getur hún skynjað hvernig hún snýr, hvar hún er og svo framvegis.
Séu fleiri punktar, jafnvel flöktandi (kerti t.d) þá getur pointerinn orðið flöktandi og óstöðugur.
Ég er með halogen lýsingu hérna í herberginu, hef spilað með ljósin kveikt enda eru þau bara uppí lofti og so far no problem. Hins vegar var prufuvélin í Ormsson Síðumúla með lítið jólatré með díóðuljósum á í bakgrunn við standinn og það truflaði Wiimote, fór að flökta og var bara óstöðugri en allt. Standurinn var færður um c.a 50-70cm til hliðar og problem fixed.