Nei Xbox 360 getur reyndar ekki keyrt 1600x1200 en já hún getur nýlega uppskalað leiki í 1920x1080. Samt sem áður er æskileg upplausn ennþá í raun 720p og Microsoft eru sjálfir búnir að vera duglegir við að benda á kosti og galla 1080p í tölvuleikjum þegar PS3 átti að vera eina leikjatölvan sem mundi styðja þá upplausn.
Það sem ég var einfaldlega að benda á síðast var að mér finnst persónulega svona skjáir engan veginn vera þess virði, sérstaklega til að spila tölvuleiki og svo er ég einfaldlega mjög ósáttur við hvað erfitt er að fá CRT tölvuskjái nú til dags.
Það væri t.d. hægt að fá 21" Dell CRT skjá á 25sinnum ódýrara verði með hæstu upplausn 2048 x 1536 í 80 Hz en aftur á móti þá er Dell því miður hættir að framleiða CRT skjái í stærri kantinum þrátt fyrir að þeir hafi mjög marga kosti umfram flatskjái.
Ein aðal ástæðan fyrir þessu er mikil eftirspurn eftir flatskjám og minnkandi eftirspurn eftir CRT því fólk vill fyrst og fremst spara pláss á skrifborðinu en ekki að þetta séu eitthvað betri eða fullkomnari skjáir og auk þess er framleiðslukostnaðurinn mun minni á flatskjám þ.a. fyrirtæki sjá sér mikinn hagnað í að hætta framleiðslu á CRT og selja rándýra flatskjái í staðinn sem seljast mun betur.
CRT sjónvörp hafa einnig mjög marga kosti umfram flatskjársjónvörp fyrir utan upplausnina en upplausnin er ekki það eina sem skiptir máli. Myndgæði eru jú ekki aðeins metin í háskerpuupplausn, það er svo rosalega margt annað sem þarf að hafa í huga og skiptir miklu meira máli…
Bætt við 8. janúar 2007 - 00:36
*Leiðrétting: þetta var reyndar notaður skjár sem var 25sinnum ódýrari en miðað við upphaflegt verð þá væri hann 9sinnum ódýrari.
Svo veit ég vel að það er fullsterkt hjá mér að kalla þetta “fratskjá” en stundum finnst mér það bara vera réttnefni…
Æfingin skapar meistarann