… margir hverjir hafa einnig flutt sig yfir á Xbox 360…
Ég á bæði 360 og Wii, stefni á PS3 jafnvel næsta sumar (kaupi hana ekki fyrstu vikurnar og mánuðina).
Xbox 360 hefur allt sem maður þarf í rauninni. Frábæra leiki, magnaða netspilun og svo til að toppa það þá gefur hún PS3 ekkert eftir í grafíkstríðinu, í raun hefur hún komið betur út en PS3. Xbox 360 hefur fleiri spennandi leiki en það sem PS3 hefur upp á að bjóða að mínu mati (enda ári lengur á markaðnum, breytir samt því ekki að hún er að stela leikjum frá PS3). Fleiri leikir á 360 sem fitta mínum leikjaáhuga heldur en á PS3. Sá sem ég hef spilað hvað mest á 360 undanfarið er Gears of War, magnaður leikur.
Þar sem ég er gallharður Nintendo unnandi þá höfðar Wii rosalega vel til mín. Hún er einföld, hún hefur fínt leikjaúrval (leikjahönnuðir keppast við að framleiða leiki á hana, því miður talsvert af “portum” svona fyrst um sinn sem nýta ekki grafígetu Wii neitt og með frekar “slapped-on” Wii controls). En það leynast þarna frábærir leikir: Legend of Zelda: Twilight Princess (í raun GC leikur), Red Steel (ekki láta einkunnir blekkja þig, hann er fjandi góður). Einnig eru einföldu “tech demo” leikirnir alveg æðislegir: Wii Sports (fylgir Wii) og Wii play.
Eins og staðan er í dag (þar sem PS3 er ekki komin út hér) þá er Xbox 360 og Wii mjög svo góð blanda. Xbox 360 fyrir þennan “hardcore leikjapakka”, online spilun og grafíkina. Xbox Live er albesta netþjónustan á leikjatölvum. Wii fyrir mjög svo different gameplay, mikið af exclusives, Nintendo leikirnir (þeir eru bara með því betra sem gert er) og fleira. Netkerfi Wii á alveg eftir að leggjast undir smásjána, kemur í gagnið á næsta ári. Wii mun einnig fá Opera Browser, News Channel og Weather Channel innan tíðar. Wii er einnig stórskemmtileg í multiplayer, þá á ég við leiki eins og Wii Sports og Wii Play. Einfaldir leikir sem allir geta fundið skemmtun í. Það sem heftir netkerfi Wii er Friend-Code kerfið. Báðir aðilar þurfa að samþykkja hvorn annan, getur reynst truflandi.
PS3 hefur ekki neina virkilega standout, exclusive leiki að mér finnst eins og er. En það breytist að sjálfsögðu, á ekki von á öðru. Netkerfi PS3, ef það byggist á netkerfi PS2, þá á það eftir að verða frekar hamlað, þó það sé frítt. Hef séð það á mörgum spjallborðum í henni Ameríkunni að fólki finnst PS3 virka ókláruð og ekki nægilega fínpússuð.
Þetta er undirskrift