Kannski er leikurinn bara ekki jafn góður og menn vilja halda. Ocarina of Time var auðvitað mjög góður leikur, enda algjör bylting þegar hann kom út aðallega vegna þess að þeir fóru nýjar og ótroðnar slóðir.
En ef menn eru alltof íhaldsamir og halda í sömu formúluna, þó svo að iðnaðurinn í dag er allt annar en hann var fyrir 8 árum, þá boðar það ekki gott. Ég vil dýpri og ekki eins augljósan söguþráð sem þótti fínt árið 1998, með voice acting. Og í guðana bænum, orchestrated tónlist. Það gengur ekki að vera með midi fæla kynslóð eftir kynslóð.
Nintendo er þrjóskt fyrirtæki, stundum er það gott, sbr. DS og Wii.
Stundum er það vont, eins og í tilvikinu með Twilight Princess. Og það er engum öðrum að kenna en þeim sjálfum að leikurinn standi síðan ekki undir væntingum.