Mér finnst allt of lítið talað um Wii sports sem auðvitað allir sem keyptu Wii eiga. Þetta er bara snilldar leikur bæði til að koma sér í form og/eða spila á móti félögum.
Bestu leikirnir i Wii sports finnst mér.
1.Golf skemtilegasti golfleikur sem ég hef prófað punktur. Að heyra í áhorfendunum Klappa og “úúúúa” þegar mar nær góðu höggi er yndislegt.
2.Tennis Fáránlega nettur leikur og maður getur vel svitnað vel í honum.
3. Boxið. það er bara töff að nota wiimote og nunchuk sem boxhanska og hamast svo við að berja á andstæðingnum. Þetta er leikurin sem tekur mest á af öllum i Wii sports.
Keila og hafnarbolti eru vel gerðir leikir líka en mér finnst þeir endast takmarkað og það er kannski því mér finnst þetta báðar líka drepleiðinlegar íþróttir.
Allt til alls er þetta brilliant partyleikur sem allir fengu frítt.
Hvað er ykkar uppáhalds íþrótt í Wii?