Fyrir það fyrsta, þá talaði enginn um að Wii yrði ókeypis. Aftur á móti var talað um að hún yrði ódýrust. Sem hún er. Ég er reyndar sammála þér að það er frekar steep að þurfa að kaupa bæði nun-chuck og wiimote til þess að vera með complett sett, en ég sé ekki fram á að það muni koma fleiri accessories sem verða “must” til þess að spila Nintendo Wii leiki.
Það gefur samt augaleið að maður þurfi vitaskuld classic controller til þess að spila suma af VC leikjunum, en það á bara við um TurboGFX og SEGA Genesis leikina, N64 fjarstýringin virkar fínt á alla Nintendo leiki.
Ég einhvern veginn stórefast samt að það muni koma fleiri accessories sem séu eitthvað mikilvægar fyrir flesta leiki. Mér þykir líklegt að accessories sem síðar komi muni frekar vera fyrir sérstaka leiki, líkt og þú þarft sérstakar fjarstýringar fyrir Buzz, getur ekki spilað Guitar Hero án gítarsins, Eye Toy leikir eru svo gott sem gagnslausir án myndavélarinnar og ef ekki væri fyrir míkrófónana væri Sing Star ekki notæft.
Red Steel var nú rakkaður niður fyrir ALLT annað en controls, þau voru í rauninni eina hrósið sem hann fékk hjá þeim sem að gáfu honum lægstu einkunnirnar. Lastu nokkuð reviewin? Mér finnst þú allaveganna skrifa eins og þú hafir ekki hundsvit á því sem þú talar um.
Og það er rugl að allir 3rd party leikir virki ekki vel með Wiimote. Hefurðu spilað Call of Duty 3? Getur ekki spilað hann með classic controller og hann virkar fínt með fjarstýringunni, og það segi ég af eigin reynslu. Rayman Raving Rabbids var hannaður með Wiimote í huga og ég hef ekkert neikvætt heyrt um stjórnunina í honum. Madden 07 fékk lofsverða dóma fyrir notkun fjarstýringarinnar og er sagður vera allt önnur reynsla en sami leikur á PS3 og X360 og vel þess virði að eiga í Wii.
Þeir framleiðendur sem að fyrst fengu að kynnast fjarstýringunni hafa lært að nýta sér fjarstýringuna alveg fullkomlega (EA, Ubisoft), en það hefur hins vegar sannað sig að það gengur ekki að taka bara einhverja leiki, porta þá á Wii og slappa Wiimote support á þá (Far Cry: Vengeance, GT Pro o.fl.) án þess að hugsa frekar um þá.
Ég er 100% viss um að leikir næsta árs muni notfæra sér Wiimote betur en launch leikirnir. Þróendur eru enn að læra á fjarstýringuna en þegar þeir eru komnir á skrið munu hlutirnir fara að gerast, og það hratt. Ósmurð vél gengur illa en smurð vél gengur vel, það gefur alveg augaleið.
Það er ekki líkt þér að slá einhverju svona fram ef þú á annað borð hefur aðgang að heimildum. Hvernig væri að lesa í gegnum reviewin, eins og ég benti þér á áðan, í staðinn fyrir að líta á scoreið og dæma út frá því?
Og já, ég vil endilega sjá heimildir fyrir því að það virki að spila PS3 leiki með dual-shock. Og þarf maður ekki að kaupa nýtt accessory til þess að geta pluggað þær? Allaveganna get ég bara pluggað GameCube controllernum mínum beint í Wii og sloppið algjörlega við það að kaupa sér accessory til þess. =)