Eru B.O. búnir að staðfesta allar þessar forpantanir sem þeir tóku við? Maður er að heyra frá allskonar búðum sem fá miklu minna af tölvum en þeir pöntuðu. Þeir ætluðu að senda e-mail á alla sem pöntuðu með frekari upplýsingum en ég hef ekki fengið neitt frá þeim. Hvað með ykkur?
Alveg væri það dæmigert ef þeir fá svo bara 10-15 tölvur “til að byrja með”
Er ekki í lagi að hafa smá áhyggjur? Já,ég veit að þetta er bara leikjatölva, en ég er búinn að vera bíða endalaust, og ég verð heldur fúll ef ég fæ ekki eintak 8. des.
Svo þessar fréttir um að búðir séu ekki að fá sama fjölda og þeir pöntuðu, manni líst ekkert alltof vel á það…..
En annað, veistu nokkuð hvort BO muni selja fleiri eintök en voru forpöntuð? Annað væri reyndar bara kjánalegt, en þannig vinnubrögð kæmu mér ekkert á óvart….
Bætt við 3. desember 2006 - 14:50 Og ég hef ekkert náð í þá sjálfa, sendi þeim mail og hringdi….
Og réttilega svo. Ég kíkti í Ormsson í Síðumúlanum eftir próf í morgun og gaurinn sem að ég talaði við gat ekki fullyrt að allir þeir sem forpöntuðu Wii hjá þeim myndu fá vélar þann áttunda, það væri ekki víst að vélarnar sem þeir fá væru nógu margar til að allir forpantarar fengju :P . Vona að Bt og Elko reddi mér :/
hefði átt að panta mina að utan.. :( þá væri eg komin með hana liklegast nuna.. nuna er það bara að mæta i b.o. og HEIMTA vél :P með afslætti og fríum leik.. :D okay kannski dálitil bjarsýni.. en mig langar i Wii! :D þann 8.des
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..