Meira eins og að leikjaúrvalið er ekki eins freistandi og áður. Mér finnst Xbox 360 bjóða upp á miklu meira úrval, en þó verð ég að viðurkenna að PS3 hefur nokkra leiki sem freista mín allverulega.
En hinn glæsti tími þar sem Sony á alla bestu 3rd party leikina er liðinn og frekar mikill jöfnuður er kominn á allar leikjatölvur hvað það varðar.
Þótt hún eigi kannski eftir að drottna hvað grafík varðar í framtíðinni þá efast ég um að þeir eigi eftir að ná að halda sama markaðshlutfalli og þeir gerðu með PS2.
Verðið skiptir ekki máli eins og er þar sem það er gríðarleg eftirspurn eftir þeim fáu vélum sem Sony ná að pumpa út þessa dagana. En aftur á móti mun það kannski verða stærri factor þegar tekur að líða á næsta ár - þá fyrst fara áhrif verðsins að koma í ljós, þegar framboðið er farið að fullnægja eftispurninni.