Ég hata ekki Sony og ég mun líklega fá mér PS3 þegar hún hættir að kosta hönd og fót. Er orðinn afar spenntur yfir nokkrum leikjum á vélina og get ekki hugsað mér að láta æviskeið mitt líða án þess að spila þá í gegn að minnsta kosti einu sinni.
En mér finnst þetta engu að síður ómerkilegur þráður. Hvort sem fólk skrifar “Blue-Ray” eða “Blu-Ray” þá komast skilaboðin í gegn, líkt og þegar fólk skrifar “aldrey” í staðinn fyrir “aldrei”, aldrey er rangt, aldrei er rétt, og flestir ná hinu rétta. Ég sé mig ekki knúinn til þess að skrifa þráð um að aldrei sé ekki skrifað með ypsiloni einfaldlega því FLESTIR ná því rétt, og það sem ég hef rekist á og hefur innihaldið orðið blu-ray hefur yfirleitt haft rétta skrift.
Blu-ray er, eins og er, ekki beint augljósi kosturinn því það er ekki langt síðan dual-layer diskar komu í dagsljósið og því þessi 10GB aukalega fram yfir HD-DVD skipta ekki neitt rosalega miklu máli hvað varðar content á DVD myndum. Mér finnst kostnaðurinn við blu-ray ekki þess virði eins og staðan er í dag en það er aldrei að verð muni lækka og yrði því fýsilegri kostur frá mínu sjónarhorni séð.