Fyrsta lagi, kíktu aðeins á Resident Evil 4. Í alvöru, Resident Evil 4 - Allir hinir Resident Evil leikirnir, munurinn er sá sami og á nótt og degi. Resident Evil 4 stjórnast ekki bara allt öðruvísi heldur er hann gullfallegur til útlits, frábær söguþráður skemmtilegir óvinir og svo framvegis :)
Það er bara einn Dreamcast slagsmálaleikur þarna, og miðað við commentið þitt, þá spyr ég, af hverju proófarðu ekki leikinn?
Umræddur leikur er Soul Calibur, sennilega einn flottasti og skemmtilegasti slagsmálaleikur allra tíma við hlið Tekkens. Og Guð minn almáttugur þetta er vissulega frumlegur leikur. Enda hefur fjöldin allur af nýrri slagsmálaleikjum “lánað” frá Soul Calibur. Hann var gullfallegur hvað grafík varðar á þeim tíma, spilaðist hreint og beint út sagt frábærlega… 8 leiða directions kerfi, physics engine sem m.a. tók tillits til þyngdar hluta í leiknum, sem augljóslega bætti gríðarlegu við raunveruleika og herkænsku leiksins. Svo ekki sé talað um hversu vel heppnaðist með allt hljóð í leiknum. Namco virkilega fór alla leið, bæði með tónlist, hljóðbrellur og fleira. Bara að heyra í vopnum leiksins var ótrúlegt á þeim tíma, og þessi leikur hefur elst feykilega vel.
Æi, ég gæti haldið áfram í allan dag.. En þetta eru allt frábærir leikir, vel gerðir leikir þar sem öll smáatriði eru unninn 100%. Þú verður að prófa fyrst :)