Það er algjörlega rangt að það vanti poly í Halo, en samt er lagt minni áherslu á það en í öðrum leikjum, t.d. MGS. Svo verður fólk að hafa í huga að báðir leikirnir eru ennþá í vinnslu, ekki hægt að dæma þá núna, sérstaklega útlitslega séð.
Held að það verði hægt að hafa fjölbreyttari texture á Blu Ray disk, enda er meira pláss til staðar. Frekar augljóst finnst mér. Svo verða einhverjir leikir á PS3 (Ekki allir) í 1080p, en þá verður skjáupplausnin sjálfkrafa hærri en á Xbox360. Reyndar líka spurning hvernig framleiðendur nýta vélarnar. Við vorum með PS2 leiki með real-time DD 5.1, en það átti ekki að vera hægt. Kannski leynir XB360 á sér.
PS3 er bara að launcha, auðvitað líta 1st gen leikirnir ekki jafn vel út og XBOX360 leikir í dag. Það er víst erfiðara að vinna með PS3 en Xbox 360, þannig það tekur víst einhvern tíma að ná að nýta aflið sem stendur á boðstólnum. Hef trú á því að við sjáum hvað PS3 geti gert á næsta ári á einhverri sýningu, kannski E3 ef fyrirtækin hafa ekki misst alla trú á henni.