Friend Code er eitthvað sem þú færð í hverjum leik fyrir sig til að spila leikinn á netinu. Þú þarft ekki að þekkja neinn nei. Hinsvegar ráðlegg ég þér að í það minnsta reyna að kynnast fólki á netinu sem á sama leik og þú. Þar sem að það netspilun með fólki sem er á vinalistanum þínum (og þú á þeirra) býður yfirleitt uppá miklu fleiri möguleika og er miklu skemmtilegri.
Á meðan þú t.d. verður að vera með vinakóða einhvers til að geta tengst honum í Animal Crossing: Wild World þá geturðu spilað við hvern sem er í Mario Kart með einföldu “World wide search”. Reyndar í Mario Kart er enginn munur á að spila á móti einhverjum og vinum.
Ég hef prófað að spilla Mario Kart DS á nánast öllum tímum sólarhrings og hef aldrei lent í miklum vandræðum með að ná 4 manna leik.
Ef þú skyldir ekki vita það, þá er Friend Code ekki eitthvað sem þú finnur í aðal valmynd DS vélarinnar. þú færð sérstakan Friend Code með hverjum leik fyrir sig og geturðu fundið þennan kóða í leiknum sjálfum.