Ég sá mér fært að afrita þessa klausu og birti ég hana hér orðrétta í fullri lengd ykkur til fróðleiks og ómældrar ánægju, gjörið svo vel:
AÐVÖRUN VARÐANDI FLOGAVEIKI.
Góðfúslega lesið handbókina og þá sérstaklega þessa málsgrein áður en þið notið þennan myndbandsleik eða leyfið börnum ykkar að nota hann. Ábyrgur fullorðinn aðili ætti að fara yfir notkunarreglur Dreamcast með börnum og unglingum áður en heimilað er að leika. Sumt fólk er næmt fyrir flogaveikisköstum eða kann að missa meðvitund þegar að því er beint vissum leifturljósum eða ljósbirgðum hversdagslífsins. Kann það að fá kast þegar það horfir á vissar sjónvarpsmyndir eða myndbandsleiki. Þetta getur komið fyrir jafnvel þótt ekki sé vitað um neina sjúkdómssögu flogaveiki eða flogaveikisköst. Viss skilyrði kunna að leiða til áður óþekktra flogaveikiseinkenna jafnvel hjá fólki, sem ekki hefur fengið þau áður. Ef þið eða einhverjir innan fjölskyldunnar hafið einhvern tíma haft flogaveikiseinkenni (köst eða meðvitundarleysi) vegna leifturljósa ber að afla læknisráða áður en leikið er.
Við ráðleggjum foreldrum að fylgjast með notkun barna sinna á myndbandsleikjum. TAFARLAUST ber að hætta leik og leita til læknis ef vart verður einhverra eftirfarandi sjúkdómseinkenna: svima, sjóndepru, vipru augna eða vöðva, meðvitundarleysis, áttamissis, hverskyns óeðlilegra hreyfinga eða krampa.
Heilsunnar vegna ber að gera eftirfarandi
• sitja jafn langt frá sjónvarpsskjánum og lengd sjónvarpskapalsins leyfir,
• helst ætti leikurinn að fara fram á litlum sjónvarpsskjá,
• forðast að leika ef þið eruð þreytt eða hafið ekki sofið lengi,
• ganga úr skugga um að herbergið þar sem leikið er sé vel lýst,
• hvílast a.m.k. 10 mínútur á klukkustund þegar verið er í myndbandsleikjum.
GANGSETNING.
GD-ROM (lesminni) þetta er eingöngu hægt að nota með Dreamcast kerfinu. Reynið ekki að nota það á neinum öðrum geislaspilara því það gæti skemmt heyrnatólin og hátalarana.
1. Setjið Dreamcast kerfið upp eins og segir í notkunarreglum handbókarinnar. Tengið stýringu 1. Þegar 2-4 spila þarf einnig að tengja stýringar 2-4.
2. Setjið Dreamcast GD-ROM með miðanum upp ofan í geisladiskahólfið og lokið.
3. Ýtið á Power-hnappinn til að virkja leikinn. Dreamcast skjárinn birtist og síðan hefst leikurinn. Ef ekkert gerist skal slökkva á kerfinu (OFF) og ganga úr skugga um að rétt sé sett upp.
4. Ef óskað er eftir að stöðva leik meðan hann er í gangi eða leik lýkur og þið viljið gangsetja hann á ný skal ýta samtímis á A, B, X, Y og Start til að fara aftur á stjórnskjá Dreamcast.
5. Ef þið setjið í samband án þess að koma GD fyrir birtist Dreamcast stjórnskjárinn. Ef þið viljið leika þarf að setja Dreamcast GD-ROM í tækið og leikurinn ræsist sjálfkrafa.
Áríðandi: Dreamcast GD-ROM er með öryggiskóta sem gerir það að verkum að hægt er að lesa diskinn. Gætið þess að halda disknum hreinum og meðhöndla hann varlega. Ef Dreamcast kerfið á í erfiðleikum með að lesa diskinn skal fjarlægja diskinn og þurrka hann vandlega, byrja frá miðjum disknum og þurrka beint út að kantinum.
MEÐHÖNDLUN DREAMCAST GD-ROM.
• Dreamcast GD-ROM er eingöngu ætlað til afnota með Dreamcast kerfinu.
• Gangið úr skugga um að yfirborð GD-ROM sé laust við óhreinindi og rispur.
• Látið GD-ROM ekki vera þar sem sól skín beint eða nærri ofni eða hita.
Æfingin skapar meistarann