Ég væri til í að sjá þessar blessuðu síður sem segja að Wiimote sé lítið annað en gimmick því flest reviews sem ég hef lesið hafa verið jákvæð og meira til. Í 99% tilvika þar sem kvartað hefur verið undan stjórnun þá hefur verið um að ræða ports af leikjum, ergo, leiki sem hafa ekki verið hannaðir fyrir Wii frá grunni.
Ég gæti á sama hátt sagt að SIXAXIS fjarstýringin á PS3 sé bara “léleg og ódýr” miðað við ýmsar umsagnir sem ég hef lesið á netinu, en sannleikurinn er að ég hef einnig heyrt jákvæðar umsagnir um hana. Hann fel ég ekki öfugt við þig - nema þú sért það blindur að hafa ekki tekið eftir meirihluta umsagna um Wii.
Varðandi pre-orders í Ameríku þá á ekki að koma á óvart ef vélarnar eru að “fjúka út”, mesta magn véla sem nokkur verslun fær er 32 stykki! Þú getur búist við því að stór hluti þeirra véla sem hafa verið pre-ordered hingað til í US endi á eBay og þaðan í hendur þeirra sem eru tilbúnir að greiða 1000 dollara eða meira fyrir vélina.
Ég veit ekki um eina einustu Evrópska verslunarkeðju sem er byrjuð að taka við pre-orders fyrir PS3 og ástæðan fyrir því er að aðilar hafa ekki hugmynd um hversu margar vélar þeir muni fá. Flutningstölur verða að liggja fyrir áður en þeir fara að taka við pöntunum - og miðað við vandræði Sony hingað til þá sé ég það ekki gerast á næstunni, þeir hafa ekki einu sinni hugmynd um hversu mörgum vélum þeim tekst að prumpa út fyrir árslok!
Hvað varðar þá fullyrðingu að Dual Shock 2 sé besta fjarstýring sem hefur verið framleidd þá ætla ég algjörlega að kasta því á bug hvað mitt álit varðar. Bæði Controller S fyrir Xbox og svo Wavebird fjarstýringin fyrir GameCube standa framar Dual Shock 2 hvað varðar þægindi. Þær falla vel í hendur manns og maður verður ekki eins auðveldlega þreyttur af þeim heldur en Dual Shock 2. Dual Shock hönnunin er orðin ansi þreytt og þótt búmmerangið hafi litið illa út er ég viss um að það hafi verið meðfærilegra en SIXAXIS mun verða, enda virtist það falla betur að höndum manns en SIXAXIS. Það var því synd þegar Sony afhjúpuðu lokaútgáfu fjarstýringarinnar, en ég tel vafalaust að ástæðan fyrir breytingunni að Sony skammaðist sín fyrir að hafa hannað fjarstýringu sem vakti undrun og aðhlátur neytenda.