Ég hef spilað hinu furðulegustu leiki og mæli með mörgum þeirra hér er listi yfir þá leiki sem þið ættuð að kíkja á. Tölurnar í svigunum er einkun sem ég gef þeim 1-10. Ath einkunnin segir ekki til um gæði leiksins eða grafík heldur aðeins “skemmtanagildi”
Wizards and Warriors: Góður RPG leikur í anda Might and Magic (8)
Fallen Haven: Góð hugmynd sem mætti uppfæra. Þetta er turn-based tactical/strategy framtíðar stríðleikur. Ég keypti hann á 490 kr í BT :) hef skemmt mér mjög vel í honum. (6)
Might and Magic (nr 3 og uppúr): Hreint út sagt frábærir leikir líka M&M Sword of Xeen, Lands of Xeen og Clouds of Xeen sem eru eldgamlir en samt ýkt skemmtilegir. Í þessum eldri M&M spilarru eins og í Eye of beholder og Dungeon master en í nr 6, 7 og átta er þetta real time.(9)
Eye of Beholder: Dungeon & Dragon þú labbar um í reitum, finnur fjársjóði, galdravopn og fullt af skrímslum.(7)
Dungeon Master 2: DM 1 er mjög svipaður en ég spilaði hann fyrir svo langa löngu, en DM 2 er mjög góður svipar ótrúlega til Eye o beholder en er ekki alveg eins góður(6)
X-Com: Snilld, þetta er hrein snilld x-com1(UFO)(6,5)X-com2 (Terror from the deep)(6) X-com3(Apocalypse)(9) X-com4(Interceptor)(6)
Baldurs gate(báðir) og Icewind dale(10) segi ekki meir.
Mech Warrior: Snilldar framtíðar stríðsleikur þar sem þú stjórnar Mech eða huge tveggjafæta monsteri fullbúið skotfærum (MW2)(7) MW3(8,5) Mech Commander: command and conquer útgáfa af mech warrior (7,5).
Takk fyrir :)