Ég vil bara koma fram mínum rökum afhverju þessar tvær yndislegu vélar eru jafn öflugar.
Til að byrja með hef ég heyrt marga segja að Nvidia RSXinn í PS3 sé mikklu betri því hann hafi
50MHz meir en ATI Skjákortið í x360, en málið er að ATI skjákortið sé jafn gott( ef ekki aðeins betra) en RSXinn því það hefur Unified shader units sem verður framtíðinn í DX10 skjákortum frá ATI og á endanum líka Nvidia kortum því Microsoft segir að DX10 virkar betur með því.
Og svo eru örrarnir, PS3 hefur hinn nýja Cell og X360 hefur Xeon.
Þessir örrar eru mjög frábrugðir hvor öðrum því Xeoninn hefur 3 Örrgjörva en Cellin hefur bara einn og svo 9 auka.
Gallinn við Cellin er að það er MJÖG erfitt að vinna með hann, en eftir svona 3 ár þegar það er búið að finna almennilega hvernig á að nota þá þá verður Cellin aðeins betri.
Og svo er það vinnsluminnið, Báðar vélarnar hafa 512mb, en X360 hefur 10mb eDRAM sem gerir henni kleift að gera fleiri reikningar.
Og svo optical drivið. X360 hefur Dual DVD9 tækni og getur geymt 9,4GB og PS3 hefur Blueray sem getur geymt 25-50GB, en það mun ekki þurfa svona mikið pláss fyrir en eftir svona 3 ár.
já, þannig næstu þrjú árinn muna þessar tölvur geta það sama, en eftir það mun PS3 verða aðeins betri.