Tekið af GameOver.is:

http://www.gameover.is/?p=283

“Sony tilkynntu í fréttayfirlýsingu í dag að PlayStation 3 leikjatölvan þeirra kæmi ekki út í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Afríku og Ástralíu fyrr en í mars 2007. Ástæðan fyrir þessari seinkun er sögð vera erfiðleikar við að framleiða leysigeisladíóðurnar fyrir Blu-Ray drifin í vélinni.

Þrátt fyrir þær fregnir að Sony ætli sér að halda sig við upprunalega útgáfudaga í Japan og Norður-Ameríku, þá hefur Ken Kutaragi tilkynnt að einungis 500.000 vélar verði til sölu á fyrsta söludegi: 100.000 vélar í Japan og 400.000 vélar í Norður-Ameríku. Þá hafa þeir einnig lækkað áætlaðar framleiðslutölur fyrir lok ársins, en hingað til hafa þeir talið að um 4 milljónir véla yrðu tilbúnar til sölu fyrir lok 2006. Þessi tala hefur núna minnkað um helming, og búast þeir nú við að einungis tvær milljónir véla verði komnar í hillur eða hendur kaupenda fyrir lok ársins.

Þetta virðist vera reiðarslag á Sony því þeir missa af jólaörtröðinni í Evrópu og munu Nintendo og Microsoft því skipta með sér kökunni yfir hátíðarnar.”


Jæja, Sony menn eru svoleiðis að skíta á sig þessa dagana… Mars 2007? MARS 2007?!!

Hverjir ætla að bíða?! Allavega ekki ég, ég hef líka keypt mér Xbox 360 nú þegar!