Er að selja sama og ekkert notaða PSP, fékk hana í fermingargjöf í apríl en hef ekki fundið nein not fyrir hana fyrir utan 1-2 vikur þegar ég notaði hana til að hlusta á tónlist. Með henni fylgir tölvuleikur, Key of Heaven, sem að er leikur þar sem þú meiðir kalla með sverði og eitthvað, hef ekkert spilað hann, hleðslutæki, 32mb minniskort, batterý, og svo á ég poka til að geyma tölvuna í einhvers staðar. Hún er version 2.60, sem að er ekki það besta að ég held eftir smá google, en ég get reynt að finna leið til að downgrade-a fyrir kaupandan ef hann vill.
Í stuttu máli er þetta:
PSP tölva
Key of Heaven leikur
32mb minniskort
Batterý og hleðslutæki
Poki fyrir tölvuna, nema að jann sé týndur.
Það er hægt að fara á netið í þessu, horfa á myndir o.fl. Þannig að þetta ætti að koma að notum einhvers staðar, þótt að ég geti ekkert notað þetta.
Sendið pm ef þið viljið ræða þetta frekar.