Ég skellti mér á japansk-enska / ensk-japanska / japansk-japanska orðabók fyrir Nintendo DS í gær og hef verið að spá af hverju í andskotanum þetta hefur ekki verið gert fyrr?
Þessi orðabók sem ég er með getur lesið alla japönsku og latnesku stafina sem ég skrifa í hana, snilldar tól.
Orðabókaútgefendur ættu að taka sér þessa orðabók til fyrirmyndar og gefa út sínar bækur á DS formi. Venjulegar orðabækur eru ómeðfærilegar og rafrænar orðabækur eru aaaalltof dýrar. Fyrir þá sem eiga DS fyrir er þetta frábær lausn.