Í þessari grein ætla ég að vera ykkur við hörmulegustu reynslum sem ég hef haft á þessari ágætu tölvu.
Fullt af leikjum hafa komið á hana síðan að hún kom út fyrir um ári. Það sem fólk má líka átti sig á er að flestir leikjanna eru lélegir.
Paris Drakan Rally:
Oj, þvílíkur viðbjóður er þessi leikur. Þetta er einn lélegasti leikur sem ég hef nokkuð tíma prófað. Leikurinn höndlar eins og ég veit ekki hvað. Það er skítlétt að stýra þessum leik og grafíkin minna mann á PSONE grafík. Mæli ekki með þessum!
Bloody Roar 3:
Ef þið hafið gaman af bardagaleikjum þá eigiði ekki að hugsa um að kaupa þennan leik. Þetta er ljótasti bardagaleikur sem ég hef séð á vélinni. Ömurlegt gameplay og pirrandi flicker í bakgrunninum sem gefur manni vondan hausverk. Þessi leikur er PS2 til skammar og ætti ekki að vera spilanlegur í Skífunni. (Buy Tekken Tag eða DOA2 í staðinn)
Unreal Tournament:
Þessi leikur er frábær á PC, en þetta er einn af þessum leikjum sem enda mjög illa á PS2. Þetta er beint port og framleiðendur hafa ekki nennt að vera að nota vélbúnað PS2. Leikurinn er mjög hægur, mun hægari en PC útgáfan og texturarnir eru sko genaration back!
Tokyo Xtreme Racer Zero:
Þetta er leikur sem átti að keppa við Gran Turismo, kom út á sama tíma og hann bliknar í samanburði við GT3. Leikurinn er alls ekkert
raunverulegur og vantar alla spennu í hann. Flickerið á bílunum er að gera mann brjálaðan og leikurinn keyrist of hægt. Þessi leikur er overall leiðinlega hannaður, allt dimmt og bílarnir mjög pirrandi.
Passiði ykkur á þessum!
Það er alveg víst að það koma fullt af öðrum lélegum leikjum á vélina á komandi mánuðum og ég verð á staðnum til að vara ykkur við. Ég er mjög þakklátur að hafa ekki keypt neitt af þessum leikjum, prófa þá bara í kringlunni með vinum mínum í frímínútum. Ef þið haldiði fram að ég get ekki dæmt þá vegna þess að ég á þá ekki, þá hef ég næstum því klárað nokkra þeirra.
( Þessir dómar eru byggðir á mér)