jæja þar sem að ps3 kemur til með að kosta álíka mikið og Xbox 360 og nintendo wii til samans og vera í svipuðum gæðum og Xbox 360, er þá einhver ástæða fyrir því að fá sér PS3?
þetta er ekki meint sem flame korkur, ég er bara að byðja um álit frá mönnum sem vita meira um málið en ég og hafa kynnt sér þetta betu
Brostu framan i heiminn og hann lemur thig til baka i andlitid…
Satt, en mér finnst Metal Gear sem að kom fyrst á PS1 einhvern vegin undantekning.. hann er svona klassík :)
Ég á Twin Snakes á GC og hann er fínn, toppar þó ekki original PS útgáfuna.
En aftur að umræðuefninu; þá er allavega 99,99% að nýi Metal Gear sem ég var að tala um í byrjun komi ekki á Wii, hún gæti ekki einu sinni keyrt hann. Hinsvegar gæti hann tæknilega komið á 360 en ég efast stórlega um það.
Ég spilaði einhverja útgáfu af MGS á Xboxinu, ákvað að athuga hver æsingurinn var yfir þessari seríu.
Fannst hann bara nokkuð góður EN þegar fór að draga á leikinn þá var nánast ekkert nema cut-scene og endalaust verið að ýta á next hnappin á meðan einföld textaskrif flæddu hægt yfir skjáinn.
Svo prófaði hörmungina sem er Snake Eater á PS2, segi bara “En sniðugt hjá þeim að hafa smá game play inn á milli cut-scenes, skemmtileg breyting af og til”
Hef séð þessu vídeo af nýja MGS leiknum, lítur vel út, EN hversu flott verður gameplayið spyr ég.
Ég er eins og margir hérna. Metal Gear er eina ástæðan fyrir mig að snerta á ps3. Mér til lukku á ég yngri bróður sem fær sér ps3 svo ég þarf bara að versla mér Mgs4 og fá að prufa :) Gæti aldrei hugsað mér að versla ps3 sjálfur.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3
Það er nú með mig, að Metal Gear er eini leikurinn sem ég nenni að spila yfir höfuð, það er enginn annar leikur sem hefur heillað mig jafn mikið og þessi leikur, ástæðan fyrir því mun vera söguþráðurinn og einnig hvað það er mikið af bíómyndabrotum. :)
Hmm… Eina ástæðan fyrir því að ég fengi mér PS3 er sú að á PS3 koma Final Fantasy leikir sem eru ekki ætlaðir smábörnum eins og Final Fantasy leikirnir sem koma hjá Nintendo… En 60 - 80 þúsund kall er svolítið mikið fyrir einn leik. :/
æ, veit ekki, mig langar bara meira í ps3, líka bara því hún er ný, og ég held að það á eftir að vera betri grafík, en ég veit ekki mikið um hinar tölvurnar en er ekki öðruvísi fjærstýring ? mér fynnst á ps svo þægileg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..