þetta er svo ömurlegt að þetta jaðrar við fyndni
ég hringdi áðan í BT, Elko og BO en enginn virtist vita neitt. hún kemur á morgun í evrópu ffs!
það svar sem ég fékk í BO þegar ég spurði hvort hún kæmi á morgun var eftirfarandi: “Á morgun? Nei, hún kemur í Evrópu á morgun. Hún kemur ekki hingað fyrr en í fyrsta lagi um mánaðarmót”
Ég átti ekki orð, hvenær hætti Ísland að vera í Evrópu? Þeir hafa ekki einu sinni auglýst að hún sé á leiðinni.
Þeir í BT vissu nú bara ekki neitt, maðurinn sagði mér að þeir vonuðust til að fá hana á morgun og að hún myndi ekki kosta meira en 12.900 krónur. Það finnst mér ólíklegt því þá yrði hún ódýrari en í GB. Maðurinn sagði mér einnig að þeir gætu ekki lofað neinu því þeir einfaldlega vissu ekki neitt um þetta, svo erfitt væri fyrir þá að fá upplýsingar frá BO.
Elko starfsmaðurinn sem ég talaði við vissi aðeins meira um þetta, var einnig á þeirri skoðun að Ísland tilheyrði ekki Evrópu og að hún kæmi eftir 2-3 vikur. Hann gat ekkert sagt mér um verðið á henni.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Wir fahr'n fahr'n fahr'n auf der Autobahn…