Þú meinar að
SCART tengi sé ekki sama og
RCA/phono pinnar.
Component video kallast það þegar myndupplýsingar eru sendar gegnum tvö eða fleiri aðgreind signals.
Þegar talað er um Component video nú til dags þá er oftast átt við RCA tengi t.d. eins og þú bentir á sem notuð eru til að fá bestu myndgæði í þeim
löndum þar sem SCART er ekki notað svo sem Bandaríkin og Japan.
Hins vegar þá er SCART staðallinn hérna í Evrópu og
RGB er besta leiðin til að tengja leikjatölvu við sjónvarp (
SDTV) ef maður vill fá bestu myndgæði.
Auk þess er mjög mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því að PlayStation 2 og GameCube geta ekki gefið hærri upplausn en 640×480…
alveg sama hvers konar tengi eða sjónvarp þú ert með.
Þetta er YPbPr Component með 5 RCA hausum, 3 fyrir mynd og 2 fyrir hljóð eins og þú sagðir.
Það sem SCART aftur á móti gerir er að sameina öll mynd og hljóð signals í eitt tengi sem er m.a. mjög hentugt
ef maður vill forðast
“kapal hveitilengjur”…
Það má geta þess að standard tengið sem fylgir leikjatölvum er
Composite en það hefur aðeins einn gulan RCA pinna fyrir mynd
og gefur jafnframt verstu myndgæði sem hægt er að flytja gegnum
SCART.
http://en.wikipedia.org/wiki/TV#Signal_connections