Nú er ég óður!
Jæja, ég ætla að kaupa Super Smash Bros. Melee (sem er óborganlegur) sem kostar 6900 í BO. Ég er tilbúinn til þess að borga svona mikið fyrir þennan ótrúlega leik. En svo ætla ég líka að kaupa mér 2 fjarstýringar svo að allir geti nú spilað saman, enda Super Smash hreinn fjölspilunarleikur. Ég veit ekki ennþá hvað eitt stykki fjarstýting kostar í BO, en ég geri ráð fyrir því að hún kosti aðeins meira en 1 leikur. Allir leikir í BO kosta 7-8000 þannig að ég tel mig trú um að ein fjarstýring kosti 8000 kr. Sem er fáranlegt! Það gerir samtals fyrir allt þetta 23.000 kr!!! Það eru jafnt og 2 tölvur sem að 1 fjarstýring fylgir með hverri!? Geriði það, segið mér að fjarstýringin sé ódýrari.