Frábært! Ef leikurinn er sýndur í Widescreen þá hlýtur þetta bara að vera spurning um að stilla Screen Ratio úr 16:9 yfir í 4:3 í Options eða já ef fjarstýringin getur breytt þessu. RGB scart breytir alla vega ekki um skjáhlutföll en hins vegar þá fyllir myndin alveg út skjáinn í NTSC leikjum en þegar þú spilar PAL leiki sem eru í 50Hz þá eru oftast svartir borðar uppi og niðri sem þjappa myndinni aðeins saman nema þegar maður getur valið 60Hz í Display Settings í sumum leikjum eins og t.d. Tekken 5…
Varðandi litina þá eru þeir vissulega mjög skýrir og skærir með RGB, sérstaklega ef maður er vanur að hafa litina örlítið föla eins og venjan er. Þeir eru alla vega eins og þeir eiga að vera og ég skal lofa því að þú verður mjög fljótur að venjast þessu… svo líka auðvitað hægt að stilla þá aðeins á sjónvarpinu. Að minnsta kosti þegar ég prófa önnur tengi núna þá finnst mér liturinn alltaf svo fölur enda get ég eiginlega ekki notað neitt annað en RGB…
Æfingin skapar meistarann