Ég var að velta fyrir mér hvort einhver ætti gamlan Tetris leik fyrir GameBoy (þessa eldgömlu). Ekki verra ef tölva fylgir með (skjárinn á mínum er skemmdur…)
Eða jafnvel GameBoy Advance með Tetris leik, það væri líka fínt.
held að ég eigi tetris og eina eða tvær gameboy tölvur…ásamt slatta af leikjum… mar ætti að farað grafa þetta upp… en já, hverju mikið langar þér í hann segiru? :)
Jújú ég fann þetta hérna. Er með 1 stk Tetris í GameBoy, hvað ertu til í að borga fyrir hann?
Svo er ég líka með þetta ef einhver hefur áhuga:
2x Gameboy (eina gráa og eina græna, virka báðar)
Leikir: Dr. Mario Alleyway Lion King Gameboy Gallery (5 games in 1) Donkey Kong Land The Addams Family Super Mario Land 2 Radar Mission Fortress of Fear Gradius: Interstellar Assault RoboCop F-1 Race … og einhvern japanskan leik sem ég kann ekki að skrifa :p
Ég býð 2000 kall í Tetris og Dr. Mario. Það er að segja 2000 samtals, ekki 4000. Hvernig líst þér á það? (mér finnst það bara nokkuð vel boðið)
Þarf ekki Gameboy þar sem ég var að finna GameBoy pocketinn minn. :D Vitið þið annars hvað er best að nota til að pússa skjáinn svo maður sjái eitthvað? Minn er allur rispaður og það er allt í hálfgerðri móðu (samt betra en upprunalegi GameBoy skjárinn).
Úff, 2500 ertu brjálaður? Okei, ég er til í að borga 2500 ef þú bætir við Alleyway (eða kannski Super Mario Land 2). Ég held að það sé sirka eins hátt og ég fer. Það væri eitthvað um 800 kall fyrir hvern leik og það er frekar mikið, sko. …
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..