Jæja, þegar E3 stóð sem hæst var í gangi rumour um að Assassin's Creed væri ekki keyrður á PS3 heldur á Xbox 360. Fólk fékk í hendurnar 3rd party PS2 controller á sýningunni en ekki PS3 controller eins og á öllum öðrum booths sem voru að runna PS3 demos. Margir litu á þetta sem bull og eitthvað sem Microsoft starfsmenn voru að reyna að koma af stað til þess að grafa undan trúverðugleika Sony.

Núna eru Eurogamer hins vegar búnir að reporta að þeir hafi spilað leikinn með Xbox 360 fjarstýringu. Það eina sem Ubisoft segir er að þeir “gefi ekki upp hvort leikurinn komi á aðrar vélar”.

Þannig að annaðhvort eru þeir að hanna leikinn á Xbox 360 eða þá að þeir hafi spilað leikinn af PC tölvu, en það er víst hægt að nota Xbox 360 fjarstýringarnar þar…

Svo er spurning hvort það sé eitthvað til í því að Assassin's Creed komi á X360. Ég treysti Eurogamer til þess að segja satt en augljóst er að Ubisoft er annaðhvort að gera okkur öll að fíflum eða þá að það er eitthvað til í þessum þráláta orðrómi…

Dúddúrú.