já, ég er líka búinn að missa allt álit á ps3, þeir eru samt ekki búnir að vera og buttfucked eins og sumir vilja halda fram, eru alveg ennþá með nokkra hluti sem ég hef áhuga á=)
Ég fæ mér Wii vegna þess ég er nintendo maður mikill, og já ég veit mætavel að xbox er að gera mjög góða hluti eða bara frábæra hluti, en þeir eru ekki að gera neitt svaka byltingakennd miðað við wii en það sem 360 hefur þá yfir Wii er grafíkin og harði diskurinn og netspilunin. Ég bara heillast ekki mikið af því, bara höfðar ekki til mín. En ég held að allir menn séu sammála að grafíkin er mun betri í xbox 360 en Wii. Það má í rauninni segja að ps3 sé blanda af þessu báðu, grafíkin svipuð til 360, svo þessi “nýja og byltingakennda” fjarstýring hjá þeim sem svipar til Wii. Þannig það má segja að ps3 er fyrir þá sem vilja ofurgrafík og þrívíddar spilun(sem er ekki vel þróað og virkaði frekar erfitt og í rauninni bara eins og stýri miðað við það sem ég sá.) Ps3 verður aðallega keypt af fólki sem á nægan pening og er ekkert að spá hvað er best.
Ég vona að ég hafi ekki komið út sem eitthver ps stuðningsmaður því ég er það sko alls ekki en ég er líka mikill ps2 aðdáandi samt, en eftir E3 mun ég aldrei vera samur við ps3.
Eina ástæðan fyrir því að ég myndi fá mér Ps3 væri vegna final fantasy leikjana, metal gear solid 4. En let's face it, ég fer ekki að kaupa mér 60-70 þús króna leikjatölvu til þess að spila 3 leiki. Bíð allavega í eitt og hálft ár, þá er það komið í viðráðanlegt verð fyrir mig.