Ég miða þetta við ef vélin mun kosta $399 eins og kemur fram í júníhefti OPSM (eða svo hef ég heyrt). Xbox 360 Premium pakkinn kostaði $399 dollara í USA og verðið var €399 í Evrópu. Hér á landi kostar vélin 42.000 krónur minnir mig.
Aftur á móti er ég ekkert allt of viss um að þetta verð standist, því ef svo er þá munu Sony tapa um 500 dollurum á hverri vél… sem skilar sér í 1 milljarðs dollara tapi fyrsta árið ef þeir ná að shippa svo mörgum vélum á þeim tíma (Sony stefnir að 10 milljónum fyrsta árið).